Færsluflokkur: Bloggar
29.9.2010 | 06:05
Skattgrímur, Hvar er snaran?
Þar sem næg eru efni til að ákæra Geir H. Haarde fyrir gjörðir sínar eða öllu heldur fyrir aðgerðaleysi þá fer maður að velta stöðu sumra á hinu Háa Alþyngi.
Það var margt sem kom Geir á óvart eins og beiting hryðjuverkalag gegn okkur en það tók ríkið 3 daga að átta sig á því að við hefðum verið beitt hryðjuverkalöggjöf sem ætluð er til að stöðva/hindra að atburðir 11. september endurtaki sig ekki. Geir er engin leiðtogi og eru það hans stærsta ásökun.
Þá leiðir maður hugann að hópi manna sem nú sitja á Alþyngi og hafa beitt Íslendinga linnulausum blekkingum td í Icesave málinu en þó sérstaklega ESB málinu.
Í því síðara hefur allt sem stjórnin hefur sagt reynst lýgi og blekking og því fyrra var reynt með öllum ráðum reynt að færa drápsklyfjar á þessa þjóð.
Því spyr ég, Steingrímur, Össur og Jóhanna. Hvar er snara?
Sorglegt að aðeins Jónanna hefur áttað sig á þessu
![]() |
Heimdallur ákærir fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2010 | 15:10
Línudansari?
Ekki veit ég hvernig fundurinn fór í HR en svo mikið veit ég hvað fram fór þegar ég horfði á Silfrið.
Það finnst mér merkilegt til að byrja með þá var haldið fram að sjáfarútvegurinn hefði ekki borið skaða af hjá Möltu og að það hefði verið sleginn varnagli við að ef landbúnaður(Möltu) hefði slæma innreið þá myndu menn bara redda því.
Það sem er merkilegt er að Borg nemdi ekki að fyrir inngungu hefðu Maltverjar ekki átt sjáfarútveg(100% af 0 er alltaf 0) og hann talaði ekki heldur um það að landbúnaður Möltu hefði hrunið eftir inngungu og ætti undir höggi að sækja. Einnig ver ekkert rætt um að við inngungu hefði matvælaverð lækkað, því staðreyndin er hið gagnstæða.
Þar sem Malta átti ekki sjáfarútveg misstu menn í raun ekkert, landbúnaðurinn á undir höggi og matvælaverð hækkaði þar sem meirihluti þerra matvæla sem Maltverjar neyttu fyrir inngungu kom frá norður afríku og Nýja Sjálandi. Það gleymist stundum hjá ESB sinnum að það bætast við tollmúrar á allan umheiminn við inngungu.
Óhætt er að sega að Joe Borg sé afbragðs línudansari, hann gat sagt aðeins hálfan sannleikan(td. með sjáfarútveginn) án þess að það sé verið að reka óþægilegum staðreyndum framan í hann.
![]() |
Segir ESB hlusta á gæði raka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 17:33
Leiðrétting á rangfærslu viðmælanda
Marianne heldur fram því að SD sé rasistaflokkur þar sem þeir hafa lagt áherslu meðal annars á strangara eftirlit með innflytjendum en þess má geta að í dag er eftirlitinu ekki ábútavant þar sem það er ekkert
Einnig haf þeir talað fyrir því að þeir sem flytji til Svíþjóðar læri sænsku og hegði sér eins en ekki þar sem Svíar beygi sig eftir hentileika innflytjendanna.
Einnig vilja þeir að harðar verði tekið á múslimunum en ekki gefið allt eftir þeim.
Þetta kallar frú Berg rasisma en ég get ekki séð betur en að Frú Berg sé rasisti sjálf. Munurinn er þú sá að hún hatar ekki útlendinga heldur Svía. Hvernig myndi þessi ummæli fara ef hún segði þetta um flokk innflytjenda sem hefði komist á þing?
Hún yrðu út hrópuð Rasisti
![]() |
Sorgardagur í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2010 | 09:02
Of mikið "bíó-áhorf"?
Mig leikur forvitni á að vita hversvegna einhver tók manninn ekki uppí, ég hef alla tíð tekið puttaferðalanga uppí og maður veit aldrei hvað maður fær. Það kemur í ljós þegar þú ferð að spjalla við viðkomandi hverra þjóðar putaferðalangurinn sé og við það færðu lítinn bita af heiminum í bílinn.
Fyrir þessa góðmennsku mína hef ég oft verið spurður hvort ég sé "bilaður" og hvort ég hafi ekki séð bíómyndir þar sem puttaferðalangurinn myrðir bílstjórann. Ef eitthvað mark er takandi á bíóbyndum þá hljóta vampírur og varúlfar að vera ráfandi um, bílar springandi þegar þeir lenda í árekstri og hvernig er það, er ekki einhverstaðar Rambó sem slátrar "vondum köllum" í hrönnum (3-4 á mín)
Ef ekki hefði verið fyrir þessa áráttu mína að taka upp puttaferðalanga, þá hefði ég ekki hitt konuna mín
![]() |
Stökk fyrir bíla á Suðurlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2010 | 11:29
Þú heldur það
Ef eitthvað er að mark þær fréttir sem borist hafa undanfarið af Icesave samningunum þá er skynsamlegast að draga samningaviðræðurnar þar til ljóst er hversu langt eignir þrotabúsins duga.
Þar fyrir utan þá batnar almenningsálit Breta og hollendinga eftir því sem á líður og auðveldara verður að semja við þá og þannig er hægt að deila byrðunum á milli þjóðanna en ekki að láta eina þjóð bera allan pakkann
![]() |
Steingrímur: Íslendingar munu borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.9.2010 | 10:33
Þetta má ekki
Hvað ætli þetta vari lengi áður en Jóhanna, össur og Steingrímur að ógleymdri Svanfríði, stoppi þetta af?
Svona blákalt mat af þessu án þess að hafa kynnt sér þetta að þá mun þetta skapa störf, spara gjaldeyrir, búa til gjaldeyrir ef af útflutningi verður, skapa pening og velmegun. Svona lagað lýðist náttúrulega ekki.
Þar fyrir utan bætir þetta stöðu Íslands og ESB-sinnar eins og Össur og Jóhanna geta ekki leift því að gerast því þá eykst sjálfstæði þjóðarinnar og þá rennur betur upp fyrir Íslendingum hversu lítið not við höfum af inngungu í ESB.
Og svo reikna ég með því að öfga náttúruverndarsinnar verði fljótt komnir á afturlappirnar þar sem þetta dregur út útblæstri CO2 og minkar mengun
![]() |
Risaverksmiðja í pípunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2010 | 17:51
Sýnir bara sín réttu andlit
Hér er uppi sú staða að tíminn vinnur með okkur gegn Bretum og Hollendingum, því liggur mikið á hjá þeim að semja sem fyrst svo þeir geti náð fram sem hagstæðustu samningunum. En með þessu samningsformi er góður samningur fyrir Breta og Hollendinga slæmur samningur fyrir Íslenginga og öfugt.
Þar sem tíminn er með okkur í liði er ekki mesta vitið að draga sem mest við megum. Í raun vitum við ekki alveg hver endatalan verður því æðibunugangur Breta er svo mikil að hálfa væri miklu meira en nóg. Hér er ég að tala um heimtur úr þrotabúi Icesave.
Þó er það versta í þessari deilu sú staðreynd að ákveðnir stjórnmálamenn eru algerlega óhæfir sem slíkir og engir leiðtogar enda sýndu þeir sína hæfileika þegar Forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar eða þegar ljóst var að málinu var hafnað. Umræddur Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra fóru bara í fýlu og svöruðu eins og "þetta er marklaust kosning" eða að skammast í Forsetanum fyrir að gegna skyldum sínum.
Snjall leiðtogi veit hvernig á að sameina þjóð sína og góður pólitíkus tekur hluti, svo sem kosninguna eða frávísun Forsetans og nýtt þjóð sinni til framdráttar en fer ekki í fýlu og bak talar menn eins og fimm ára gamlir krakkar
Þessari Þjóð væri fyrir bestu að Jóhanna myndi tínast í Færeyjum og hún mætti hafa Steingrím og Össur "memm"
![]() |
Liggur ekkert á að semja um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2010 | 17:44
Loft?
![]() |
Engin ósk um makrílviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2010 | 17:34
Fundvís einstaklingur óskast
Merkilegt hvernig hægt er að spandera peningum svona fram og til baka, sér í lagi þar sem ekki er til peningur til að leggja vegi eða halda þeim við(þó reyndar nægur peningur komi inn sem olíugjald), RÚV er í mauk þar sem nefskatturinn "skilar" sér ekki allur á réttan stað.
Fæðingarorlof eru skorin og þykir það víst í góðu lagi þar sem niðurskurður og skattahækkanir samfó+VG bitnar (aðeins) á þeim sem hafa "breiðu bökin"(ég ætti að vita allt um það þar sem ég átti dóttur í mars).
Þá er spurning hvort gat sé á vasa Ráðherra og óskast því fundvís einstaklingur, ekki veitir af. Mikið fé er tínt.
![]() |
Beinagrind á borði ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2010 | 17:05
Green peace ósáttir?
![]() |
Greenpeace áfram við Grænland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)