Of mikið "bíó-áhorf"?

Mig leikur forvitni á að vita hversvegna einhver tók manninn ekki uppí, ég hef alla tíð tekið puttaferðalanga uppí og maður veit aldrei hvað maður fær. Það kemur í ljós þegar þú ferð að spjalla við viðkomandi hverra þjóðar putaferðalangurinn sé og við það færðu lítinn bita af heiminum í bílinn.

Fyrir þessa góðmennsku mína hef ég oft verið spurður hvort ég sé "bilaður" og hvort ég hafi ekki séð bíómyndir þar sem puttaferðalangurinn myrðir bílstjórann. Ef eitthvað mark er takandi á bíóbyndum þá hljóta vampírur og varúlfar að vera ráfandi um, bílar springandi þegar þeir lenda í árekstri og hvernig er það, er ekki einhverstaðar Rambó sem slátrar "vondum köllum" í hrönnum (3-4 á mín)

Ef ekki hefði verið fyrir þessa áráttu mína að taka upp puttaferðalanga, þá hefði ég ekki hitt konuna mín 


mbl.is Stökk fyrir bíla á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir og flott athugasemd ég skrifaði um það sama las ekki þína færslu fyrr en á eftir afsakaðu.

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 09:39

2 identicon

Ha Ha Hláturskast! Ég er svo sannarlega að sammála þér. Ég hef gert það líka og meira að segja er ég kvenkyns. Mæli með því að taka upp fólk í bíl. Er enn að biða eftir vampiru!

Kv. Meike

Meike (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 11:13

3 identicon

Jaaa.... fyrir það fyrsta, ef einhver stekkur fyrir bílinn hjá þér á suðurlandsveginum, þá efast ég um að þú viljir fá slíka manneskju uppí bílinn hjá þér.

Það hefur einu sinni verið gerð tilraun til að ræna mig þegar ég tók puttaferðalanga uppí bílinn, en honum snerist hugur þegar ég snarstöðvaði bílinn og fleygði honum útúr honum.

Þarna er spurning um að vega og meta viðkomandi hvort það borgi sig að taka viðkomandi uppí bílinn og þarna tel ég að flestir hafi séð að eitthvað væri að þessum manni.

Hlynur H (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 11:24

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Það er svo merkilegt þegar maður tekur einhvern uppí  rétt við Reykjarvík, greyin hafa flest beðið klukkutímunum saman eftir að vera tekin uppí. Pólverjar sögðu mér eitt sinn að þau hefðu beðið í 12 tíma rétt fyrir utan Reykjarvík eftir fari en þegar ég tók þau upp höfðu þau gengið langleiðina að Borgarnesi.

Á leið til útlanda (Keflavíkur) þá tók ég upp 3 Íslenska stráka en þeir höfðu verið skildir eftir af bílstjóranum og höfðu gengið frá laugardalnum til álversins í Hafnarfirði.

Hlynur, fólk er misjafnt eins og það er margt. Ég hef aldrei lent í neinu veseni vegna puttaferðalanga, stundum hefur mér verið gefið eitthvað(áfengi), stundum er eitthvað sem gleymist í bílnum og uppgötvast deigi seinna(treflar, húfa, vettling). Þú hefur ekki veski eða verðmæti liggjandi á glámbekk, þar fyrir utan hefur það bara komið fyrir einu sinni að eitthvað gerist við það að taka farþega uppí og þá myrti bílstjórinn farþegan þannig að puttaferðalangurinn er í meiri hættu en bílstjórinn.

Ég myndi halda að aumingja manninum hafi verið orðið kalt og orðið pirraður á því að það fari 200 bílar fram hjá á mínútu og eingin tekur hann uppí

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.9.2010 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband