Sýnir bara sín réttu andlit

Hér er uppi sú staða að tíminn vinnur með okkur gegn Bretum og Hollendingum, því liggur mikið á hjá þeim að semja sem fyrst svo þeir geti náð fram sem hagstæðustu samningunum. En með þessu samningsformi er góður samningur fyrir Breta og Hollendinga slæmur samningur fyrir Íslenginga og öfugt.

Þar sem tíminn er með okkur í liði er ekki mesta vitið að draga sem mest við megum. Í raun vitum við ekki alveg hver endatalan verður því æðibunugangur Breta er svo mikil að hálfa væri miklu meira en nóg. Hér er ég að tala um heimtur úr þrotabúi Icesave.

Þó er það versta í þessari deilu sú staðreynd að ákveðnir stjórnmálamenn eru algerlega óhæfir sem slíkir og engir leiðtogar enda sýndu þeir sína hæfileika þegar Forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar eða þegar ljóst var að málinu var hafnað. Umræddur Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra fóru bara í fýlu og svöruðu eins og "þetta er marklaust kosning" eða að skammast í Forsetanum fyrir að gegna skyldum sínum.

Snjall leiðtogi veit hvernig á að sameina þjóð sína og góður pólitíkus tekur hluti, svo sem kosninguna eða frávísun Forsetans og nýtt þjóð sinni til framdráttar en fer ekki í fýlu og bak talar menn eins og fimm ára gamlir krakkar

Þessari Þjóð væri fyrir bestu að Jóhanna myndi tínast í Færeyjum og hún mætti hafa Steingrím og Össur "memm"


mbl.is Liggur ekkert á að semja um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst bretar og hollendingar vera sallarólegir. Aldrei hafa þeir komið hingað til lands, við höfum alltaf þurft að fara til þeirra, og oftar en ekki þá hafa þeir ekki "haft tíma" til þess að hitta samningsmenn okkar. Það stefnir allt í dómsmál, nú þarf samninganefndin bara að horfast í augu við sannleikann, bretar of hollendingar vilja ekki semja. Við eigum að undirbúa dómsmálið, enda eru bretar og hollendingar ábyggilega nú þegar með sína lögfræðingaheri að undirbúa málið.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 18:57

2 Smámynd: Elle_

Víð eigum bara alls ekki að vera að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave.  Haldi þeir sig hafa mál geta þeir sótt það fyrir dómstólum.  Hafi þeir haldið sig hafa svo sterkt mál gegn okkur hefðu þeir líka sótt það fyrir dómi fyrir löngu.  Nei, það vildu þeir ekki, þeir eru vanir yfirgangi við minni ríki í heiminum.  Og jú, Jóhanna mætti týnast í Færeyjum.   

Elle_, 7.9.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband