5.3.2011 | 10:06
Stjórninn sem ætlaði
Lengi hafa vinstri menn beðið þess að hér verði hrein vinstristjórn, ekkert íhald, enginn framsókn ekkert sjálfstæðiskjaftæði
Lengi hafa vinstrimenn talað fyrir hærri sköttum, fyrirheitalandinu ESB þar sem sjúkdómar eru ekki til, peningar eru ekkert vesen, glæpir fyrirfinnst ekki og allt er svo yndislegt. Minnir óneitanlega áför Móses til Ísraels, ráfuðu um í 40 ár í eyðimörkinni og svo loks þegar þeir komust til fyrirheitalandsinns, þá endar sagan.Fyrirheitna landið átti að vera ævarandi friður og gyðingar áttu að geta lifað þar að eilífu fjarri kúgun og ofsóknum.
En hvað kom á daginn? förum aðeins í söguna, þar að segja sögu þessa svæðis en ekki söguna af útlegðinni miklu. Gyðingarnir hertóku lítið svæði, borgina Jerúsalem og nágreni hennar árið 1010 fyrir krist. Það eina sem fyrirheitna landið færði þeim voru styrjaldir, blóðsúthellingar og kúgun sem sér engan endi fyrir.
Íslendingar eru sem betur fer ekki allir að kaupa fyrirheitaland vinstrimanna, hvorki Samspillingarinnar né kommana. Því það sér hver sem vill að það er eitthvað sem er ekki rétt við fyrirheitalandið ESB, því nú á dögum getum við bara "góoglað" staðreyndirnar og þær eru ekki fallegar. Gyðingar vissu ekki betur, þeir héldu að það væri engir aðrir í "fyrirheitalandinu" og þess vegna hafa þeir verið í þeirri stöðu sem þeir eru í dag. Ef Gyðingar væru að fara frá Egyptalandi í dag þá gætu þeir bara fundi land þar sem enginn er fyrir og lifað "góðu" lífi þar en ekki að ráfa um í þeirri von að finna eitthvað sem enginn hefur fundið.
Að sama skapi eru fyriráætlanir vinstrimanna dauðadæmdar vegna þess að þeir eru farnir að trúa eigin lygum og neita að skoða sannleikann. Því felast vonbrigði vinstrimanna í því að margir þeirra eru að vakna við vondan draum og vita ekki sitt rjúkandi ráð, hver(hvaða vinstrimaður) hefði trúað því að hækka skatta minkar tekjur heimilanna/launþegans. Það að setja himinháa skatta á fyrirtækin verður til þess að þau velta því yfir á heimilin. Eða að hækka VSK á matvörur úr 7% í 14% hafi hækkað matvælaverð um 7%. Bara sjokk og undrun. Hver hefði trúað því að ráðast stanslaust á fyrirtækin fækkar störfum sem gerir fleiri atvinnulausa. Það að ráðast miskunnlaust á landsbyggðina veldur því að atvinnulausum fjölgar og að ráðast á krónuna hefur reynst vera eins og að skjóta síg í fótinn.
Það er bara einn draumur sem vinstrimenn verða almennt að vakna upp við og það er fyrirheitalandið ESB, víð Íslendingar höfum áður fallið fyrir þessu og það var 1255 þegar við fórum undir járnhæl norðmanna og síðan Dana. Þá vöknuðu Íslendingar of seint upp við það að verið var að arðræna Íslendinga. Það tók um 800 ár að losna undan þeim en síðan þá hefur verið samfellt hagvaxtarskeið(sé litið til reynslu okkar af veru okkar undir danska ríkinu).
Það sorglega við þessa vinstristjórn er að hún gerði(er að gera) nákvæmlega það sem hún sagðist ætla að gera og þess vegna er allt í tómu rugli.
Grínlaust, þá fjarlægði stjórnin alla framsókn, landið er fast í kreppu og enginn leið út á þeirri siglingu sem við erum á
Velferðarstjórnin fjarlægði allt íhald þannig að landið er stjórnlaust. Hún tók alla festu, bönd og skynsemi og nú er allt laust og rennandi sem runnið getur í þjóðarskútunni
En verst er þú, hún er að taka sjálfstæði. Við getum bundið allt niður sem laust og sótt fram, en sjálfstæðið verður ekki jafn auðsótt. Það tók okkur 800 ár að losna frá þjóð sem er 5 miljón manns að stærð, hvað verðum við lengi að losna undan þjóð sem slagar hátt í miljarð?
Vonbrygði þessarar "velferðastjórnar" eru þau að hún gerði það sem hún ætlaði að gera en það kom þver öfugtu út
Svekktir yfir ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.