En er Írland ekki með Evru?

"Wolf og fleiri sérfræðingar, sem rætt var við, telja að efnahagsleg endurreisn muni reynast Írum erfiðari en Íslendingum, vegna þess að Írar eru bundnir af evrusamstarfinu"

Merkilegt, menn(erlendir) sem hafa vit á fjármálum tala um að  það sé betra að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil en að vera bundnir fastir í risagjaldmiðli. 

En átti Evran ekki að vera lausn allra vandamála Íslendinga? Í Írlandi, Grikklandi, Spáni, portúgal og víðar er Evran ýmist uppspretta allra vandamála eða ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að leysa vandan. Þessar þjóðir eru bundnar fastar af gjaldmiðli sínum á meðan þjóðir eins og Danmörk, Svíþjóð og Bretland geta unnið sig úr vandanum tiltörulega vandræðalaust

Þar fyrir utan var hrun Írskra banka minna á mann eða bara 3-4 fallt þeirra verg þjóðarframleiðsla á meðan það var 3000-4000 föld á íslandi og var þeirra hrun bæði minna á mann heldur minna yfir höfuð.

Öll vandamál sem við Íslendingar erum að glíma við í dag má rekja beint til þessarar óhæfu stjórnar Samspillingar og Skattgríms

Evran er ekki lausn, heldur vandamál


mbl.is Erfiðara fyrir Íra en Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Brynjar Þór...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2011 kl. 09:07

2 identicon

Munurinn felst í því hver og hvernig tekið er á vandamálinu. Írsk stjórnvöld eiga við vanda að glíma vegna þess að þau geta ekki fellt gengið og þarmeð lækkað laun og hækkað lán. Íslensk stjórnvöld með krónuna geta velt vandanum yfir á almenning og þurfa lítið að gera sjálf. Þegar hér koma upp efnahagsleg vandamál eru laun lækkuð og lán hækkuð. Á Íslandi er Íslenska krónan er besti vinur stjórnvalda en á Írlandi er Evran besti vinur almennings. Kaupmáttur Írsks almennings hefur lítið breyst, Írskar fjölskyldur eru ekki að missa húsin sín. Hvergi hefur kjaraskerðingin orðið meiri en á Íslandi. Kjör og kaupmáttur Íslensks almennings lækkaði mest allra OECD ríkja.

Það er ekki gott þegar stjórnvöld ráða genginu og geta velt vandanum yfir á almenning frekar en að taka á honum með ábyrgri fjármálastjórn og góðum rekstri.

sigkja (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 09:45

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigkja

Þú virðist ekki hafa áttað þig á kaldhæðninni sem í þetta var sett, ég veit alveg hvernig þetta virkar. Hér hefur gengisfellingin komið inn og hjálpað heimilum með því að fjölga störfum og auka útflutning, hinsvegar eins og ég hef nemt hér að ofan og tönglast á síðastliðið eitt og hált ár þá erum við með gagnslausa ríkisstjórn. Ef við hefðum þessa ríkisstjórn og Evru þá værum við í virkilega djúpum ... en það gleymist of oft að allt sem við höfum er krónunni að þakka, og þá er ég að tala um matinn sem við borðum, vinnuna sem við stundum og þakið yfir höfðinu okkar því án vinnu, hvar værum við þá?(hér væri atvinnuleysið 5-6 sinnum meira en á Írlandi, hvað er kaupmáttur á atvinnu?)

Ingibjörg, takk fyrir innlitið, þetta er

Brynjar Þór Guðmundsson, 12.3.2011 kl. 12:39

4 identicon

Því miður virðist vera búið að heilaþvo sumt fólk. Það virðist halda að aðalatriðið sé að hafa vinnu, ekki að fá hana borgaða og hafa efni á nauðsynjum. Telja það hjálpa heimilunum að lækka launin og hækka vöruverð, lán og vexti. Halda að gengisfelling sem setti fjölda heimila og fyrirtækja á hausinn sé atvinnuskapandi. Sjá sennilega ekki brottflutning 40.000 Íslendinga, sem er hluti þeirra sem misst hafa aleiguna þökk sé krónunni. Skilja ekki að stór fyrirtæki eins og Össur, Marel, Oz(EveOnline) o.fl. eru farin að undirbúa brottflutning vegna óhagræðis krónunnar. Blindir fyrir því að þar sem gjaldmiðillinn hélt gildi sínu missti fólk ekki þakið ofanaf sér, aleiguna og horfði á matarverð hækka eins og hér. Ekki alveg að fatta að hefðu atvinnuleysisbætur verið í evrum væru þær núna hærri en krónubundin samningslaun iðnaðarmanns. 

Og það er undarlegt að eittvað sem hefur skeð margoft áður undir hinum ýmsu ríkisstjórnum skuli allt vera þessari ríkisstjórn að kenna, ekki gjaldmiðli sem gerir svona lagað að reglu frekar en undantekningu. Þegar við höfum ónýtan gjaldmiðil þá eru allar ríkisstjórnir gagnslausar.

sigkja (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 14:26

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála sigkja... nema þetta með ríkisstjórnina. Hún er hörmuleg. Fælir frá erlenda fjárfestingu og vill ekki gera neitt til að koma atvinnumálunum af stað.... hún brýtur lög til að koma veg fyrir hagvöxt.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2011 kl. 17:24

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo er ekki ráðlagt að balanda Danmörk í þetta. Þeirra gjaldmiðill er fastur við evruna.... þannig að þeir eru með evruna svona tæknilega séð.

En sú staðreynd að þú nefnir Danmörk sem land sem er að vinna sig vel úr vandanum segjir bara að vandinn er ekki Evran sjálf... heldur efnahagstjórn í viðkomandi landi.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2011 kl. 17:31

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það kemur alltaf betur og betur fram, þegar fólk nennir að hugsa víðara en útfyrir naflann á sér og lengra en nefið, að til lengri tíma skiftir engu máli hvað gjaldmiðill eins ríkis heitir, né hvort fleiri séu með þann sama (í myntbandalagi), þetta sýnist mér koma vel fram hjá ykkur flestum hér, þó svo "flokkakarpið" og "með eða á móti" ríkisstjórninni liti þetta svolítið.

En hinu þíðir ekkert að mótmæla, að í niðursveiflum, koma þau ríki sem hafa fulla stjórn á sínum gjaldmiðli, fljótar á réttann kjöl en þau sem eru "bundin" í myntbandalagi, þetta sýnir dæmið um Írland vs Ísland núna, og þó t.d. "sigkja" haldi fram að evran sé að gera Írskum almenningi eitthvað gott núna og krónan Íslenskum allt illt, þá er málið ekki svo einfalt, einmitt vegna þess hve "fórnirnar" sem Íslenskur almenningur er búinn að færa sl. 2 ár, gerir nánustu framtíð Íslendinga miklu bjartari (ef rétt verður á spilum haldið) en hjá þeim Írska, ath. að hvert mannsbarn skuldar c.a. 8 sinnum meir í erlendar skuldir en hvert á Íslandi, (reyndar ef Icesave er undanskilið, enda ekkert ákveðið þar enn).

Svo það er augljóst að framtíð almennings á Írlandi til lengri tíma, varðandi félagsmál, heilbrigðismál og atvinnu (miklu meira atvinnuleysi nú þegar en á Íslandi) er dökk, og ekkert sem þeir geta gert annað en hlýða ESB og AGS og haga sér eins og þeir krefjast af þeim, ekki Írum til bjargar, heldur evrunni.

En svo getum við verið sammála um það, eins ég skrifaði í byrjun um að við eiginlega værum, um það að nafn gjaldmiðils er ekki aðalatriðið, því til lengri tíma litið er hvorki eigin gjaldmiðill, né heldur myntbandalag með öðrum það sem skapar stöðugleika og varanlega velferð, heldur stöðug og varanleg efnahagsstjórn, hvort okkur Íslendingum er þetta gersamlega fyrirmunað eða ekki, þori ég ekki að dæma um, en sagan er okkur allavega ekki í vil, en að það myndi hjálpa að vera með í myntbandalagi, svo stóru sem evrubandalagið er, er algerlega til einskis ef efnahagsstjórnin er og verður áfram eins og hingað til, alveg eins og það að "skellirnir" verða oft stærri vegna eigins gjaldmiðils, krónunnar, sem svo aftur hjálpar til við hraðari endurreisn, en er slíkt "rússíbana" efnahagskerfi ekki að ganga sér húðar gott fólk ??

Þetta sýna bara dæmin um allann heim, bæði innan og utan efnahagsbandalaga, sum ríki klára sig fínt utan sem innan, meðan önnur eru alltaf á "felgunni" með jöfnu millibili, sum allann tímann, bæði innan sem utan. 

Svo þetta "krónu og myntbandalagskarp" er ekkert annað en tímasóun og tekur bara athyglina frá því sem skiftir máli, því að "stokka" gersamlega upp í allri efnahagssýslu landsins, með eða án krónu.

MBKV

KH

 

Kristján Hilmarsson, 12.3.2011 kl. 19:26

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá þér Brynjar. En sú danska er ekki eins sjálfstæð og pundið og sú sænska. Hún er bundin við Evruna... vissulega með smá vikmörkum einsog þú bendir á í linknum þínum.

"The krone is pegged to the euro via the European Union's exchange rate mechanism"

http://en.wikipedia.org/wiki/Danish_krone#Relationship_to_the_euro

Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2011 kl. 22:16

9 identicon

Brynjar, ég verð að hryggja þig með því að þú bullar út í eitt. Megnið af þessu er samhengislaus þvæla. Hver einasta staðhæfing þín er röng og allar tölur sem þú nefnir þvæla.

Það væri of langt mál að fara að telja allt upp. En sem dæmi þá eru bændur um 4300 ekki 27.000, og ef við bætum við tengdum störfum eins og mjólkurfræðingum og blómasölum nær talan samt ekki nema upp í ríflega 8000. Sjómenn eru færri, eða um 4200 sem er nokkuð langt frá þínum 22.000.  Ekki veit ég hvaðan þvælan um Dönsku krónuna kom, ekki nefndi ég hana neins staðar.  Og atvinnuleysistölur fyrir Svíþjóð eru óskiljanlegur skáldskapur, hvað þá þessi gífurlegi landflótti þaðan sem hvergi er skráður nema hjá þér.  Matvælaverð, og almennt verðlag, í Evrópu er í flestum löndunum lægra en hér, en svipað eða örlítið hærra þar sem launin eru tvisvar til þrisvar sinnum hærri en hér (las það í bændablaðinu).  Hér á landi, eins og í flest öllum strandríkjum, hafa skipasmíðastöðvar farið á hausinn eða breytt starfsemi sinni. Breytt munstur í skipasmíðum um allan heim hefur ekkert með ESB að gera þó svo afi konunnar þinnar sjái þar einhvern sökudólg.

Varla getur málstaðurinn verið góður þegar einu rökin fyrir honum er bull, hrein ósannindi og útúrsnúningar.

sigkja (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 02:17

10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co, Nú lýst mér á, mig grunar að það sem skilur að nú í þessu sé þýðingaratriði, þú þýðir það sem að það sé nelt en ég tek því sem að henni sé stýrt eftir evrunni með misjöfnum árangri.

Sigkja, Til að byrja með, umræðan um Dönsku krónuna voru við Þruman, Sleggjan, Hvellurinn og Hamarinn, það er spurning um að fylgjast svolítið með. Með landbúnaðinn. Það eru bara sem dæmi tekið um 1000 bændur bara í Austur húnavatnssýslu og og um 2.200 í skagafirði. Það eru um 12.000 lögbýli á Íslandi í regstri, er þá einn bóndi á hverjum 4 búum? Þetta eru bara tvö lítil svæði á Íslandi, en flestir bændur eru á suðurlandi. Með sjáfarútvegin er ég reyndar líka að tala um vinnslurnar en þar átti að vera "sjómenn og vinnslufólk" en annað af því gleymdist og byðst ég velvirðingar á því. Í Malmö hrundi skipasmíðistöðin 10 árum áður en erfiðleikar fóru að steðja að öðrum smiðjum, þar á meðal hér á Íslandi

Sigkja, það er spurning hver er að bulla

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.3.2011 kl. 08:40

11 identicon

Fjöldi lögbýla í ábúð á Íslandi var 4.257 árið 2006, og ég á ekki von á að þeim hafi fjölgað um yfir 7.000 síðan þá. Og ef tekin eru með lögbýli í eyði fer talan í 6496. Hvernig þú finnur 12.000 í rekstri er óskiljanlegt.  http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/skyrsla_eignarhald_bujarda/$file/skyrsla_eignarhald_bujarda.pdf

Bændur eru um 560 á Norðurlandi vestra, þar með talið bæði Húnavatnssýslurnar og Skagafjörður. Langur vegur frá þeim 3.200 sem þér tókst einhvernvegin að telja.  http://www.ioes.hi.is/publications/cseries/2009/C09_01.pdf

"sjómenn og vinnslufólk" voru samtals um 7300 árið 2008, nokkuð langt frá þínum 22.000   http://www.islandsbanki.is/servlet/file/Seafood%20report%20%C3%ADsl%202010%2005%20vef.pdf?ITEM_ENT_ID=64114&COLLSPEC_ENT_ID=156

Það er ekki spurning hver er að bulla.

sigkja (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 13:09

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigkja er greinilega að vinna þessar rökræður. Busta þær.

Enda kemur með heimildir til þess að auka trúverðugleika.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband