24.8.2010 | 06:11
Að byggja á sandi
Í minni sveit er það kallað að byggja á sandi þegar málflutningur er byggður á lygum.
Hér er ég að tala Icesave, hvalveiðar, aðlögun/ "að kíkja í pakkan". Lygavefur ESB-manna er eingan veigin tæmdur og kemur betur og btur í ljós eftir því sem á lýður að ESB umsóknin er byggð á sandi.
Ég vona bara að Jóhanna og hennar lið ætli ekki að "byggja" framtíð Íslands á því sama efni, þá fyrst erum við í vanda
Kominn tími til að segja stopp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er þróað samfélag en Ísland er langt afturúr.Komin tími til að gera eitthvað að viti í landbúnaðarmálunum.Stefna ESB er mjög skynsamleg stefna.Við þurfum að sjálfsögðu að breyta til að vera ekki langt aftur úr með þróun mála.
Árni Björn Guðjónsson, 24.8.2010 kl. 06:28
ESB er nú ekki þróaðra samfélag en þa....að það riðar á barmi gjaldþrots...kanski að það sé það sem Samfylkingar pakkið vill...hafa Ísland á hausnum svo hægt sé að skapa ennþá meiri vinnu við að búa til vandamál...held að þessi ríkistjórn Jóhönnu ætti að fara að koma sér til fjalla og láta engvan sjá sig!!
geiri (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 06:57
ina ástæðan fyrir því að ESB sækir svona fast að við göngum inn er sú að sambandið vill koma klónum í auðlindir Íslendinga.
Við sem þjóð skiptum þá engu máli enda ekki nema rúm 300.000.
Falskur tónninn í málflutningi þeirra er æpandi og landsölufólk á borð við Árna Björn er heilaþvegið af áróðrinum.
Svo ætlar sambandið að verja milljörðum og jafnvel milljarðatugum í áróðursherferð hérlendis.
Ef þetta er allt svona gott ( eins og það fólk sem vill selja landið er búið að segja okkur í mörg ár ) hversvegna þarf þá allt þetta fé í áróðurinn? Ef lygin er endurtekin nógu oft fara sumir að trúa henni - Sovétríkin notuðu þá aðferð sem og fleiri.
Er það ástæðan fyrir þeirri herferð sem framundan er? Ljúga nógu oft og nógu miklu til þess að slæva almenning?
Ein frétt - landsmenn munu fella landráðasamninga Samfylkingar og VG - rétt eins og fyrri landráðasamning þeirra.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.8.2010 kl. 07:10
Ég spyr Árna Björn; hvað er svona þróað við landbúnaðarstefnu ESB? Hvað er það sem er betra hjá þeim en okkur? Er það merki um góða landbúnaðarstefnu að hafa risabú þar sem skepnurnar eru látnar líða fyrir það að ekki er hægt að sinna þeim? Er það merki um góða landbúnaðarstefnu að dýrunum sé beinlínis haldið á lífi með lyfjagjöfum vegna landlægra sjúkdóma?
Þú ættir kannski að kynna þér þann vanda sem danskur landbúnaður stendur fyrir núna, einkum svínaræktin en einnig kjúklingaræktin! Þú ættir kannski að kynna þér kjör bænda í ESB, til dæmis í Frakklandi! Þú ættir kannski að kynna þér hvernig styrkjakerfi til landbúnaðar hefur lagt heilu sveitirnar í eyði og eftir standa einstök risabú, þar sem eftirlitsaðilum er ekki einusinni hleypt inn til eftirlits. Þetta má til dæmis sjá í Þýskalandi!
Gunnar Heiðarsson, 24.8.2010 kl. 07:45
Góðan dag við komum þessari landráðastjórn frá í haust og um leið fær umsókn okkar að ESB að fjúka!
Sigurður Haraldsson, 24.8.2010 kl. 12:55
Árni Björn, Gunnar svarar máli þínu þannig að ég þarf ekki að tvítaka það en hvernig tengist "ESB er þróað samfélag" því bloggi mínu þar sem ég er að benda á málflutning ESB sinna?
Já sigurður, oft var þörf en nú er nauðsin
Brynjar Þór Guðmundsson, 24.8.2010 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.