15.11.2012 | 16:53
Vaðlaheiðagöng???
Ætla mætti að fyrirhuguð jarðgangna gerð á austanveru norðurlandi væri tekin úr brandarablaði en svo er þó ekki. Eðlilegt er að spyrja sig, til hvers er verið að ráðast í framkvæmd sem kostar að minnsta kosti 9 miljarða og sennilega mun framúrkeyrsla smyrja nokkra þar á? Hvað fáum við Íslendingar útúr þessu annarsvegar og þeir sem á svæðinu búa hinsvegar?
Samkvæmt vef vegagerðarinnar er víkurskarðið greiðfært og sumstaðar hálkublettir þannig að ekki er verið að komast hjá snjókistu auk þess sem víkurskarðið er oftast síðasti fjallvegurinn á norðurlandi sem lokast þegar veður versnar og færð spillist. Á sama tíma er Öxnadalsheiðin illfær og lokuð.
Ekki er vegstyttingin sem nokkru nemur og ekki dettur út einn af top hættulegustu vegum landsins.
Því finnst mér eðlilegt að spyrja; Í landi þar sem mikil vöntun er á jarðgöngum til að losna við hættulega vegi eða stytta vegalengdir verulega, hvers veganna er verið að ráðast í byggingu vaðlaheiðargangna? Ef Eyfirðingum langar svona svakalega í jarðgöng, af hverju eru þeir ekki þá farnir að berjast fyrir því að öxnadalsheiðin sé tekin út úr þjóðveg eitt með Tröllaskagaleið? Tröllaskagaleið er áætluð kosta 12 miljarða sem er þremur miljörðum meira en Vaðlarheiðagöng en er þó rúmum 2 miljörðum ódýrari en hugmyndir Leiðar ehf og stytta þjóðvegin á milli Reykjavíkur og Akureyri um áætlaða 60 km(samkvæmt vegagerðinni á íbúafundi í október 2010) og Reykjavíkur og Dalvíkur um áætlaða 120 km auk þess sem farið er þá yfir Þverárfjallið en það er hættuminna og snjóléttara en Langidalurinn og Stóra-Vatnskarðið(sem einnig er lokað vegna illfærðar) auk þess sem Öxnadalurinn dettur út hvað mikilvægi varðar ásamt versta veg norðurlands sem liggur um siglunes.
Svo má náttúrulega ekki gleyma Dýrafjarðagöngum en þau stytta vegalengdir á vestfjörðum um 600 km yfir vetrarmánuðina.
Svo ljóst má vera að Vaðlaheiðargöng eru lítið annað en kjördæmapot og það verulega lélegt þar sem þeir ráðherrar sem þar eru að eltast við atkvæði fengju meira fyrir peninginn ef farið yrði að bora hinum megin við Eyjafjörð.
Bílar sitja fastir á Öxnadalsheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Víkurskarð er búið að lokast nokkrum sinnum undanfarið og jafnvel í nokkra daga og er mun oftar ófært heldur en Öxnadalsheiðin.
Það er líka þannig að þegar Víkurskarð lokast er snjóflóðahætta í Dalsmynni sem er hin leiðin.
Við fynnum fyrir þessu sem búum á þessu svæði og þurfum að sækja heilbrigðisþjónustu ofl. til Akureyrea
Það þýðir ekkert að einblína bara á að stytta leiðina á milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Þessi svokallaða Tröllaskagaleið sem talað er um myndi liggja um mjög snjóþungt svæði og væri ekkert víst að hún væri neitt skárri en Öxnadalsheiðin og myndi líka lengja leiðina.
Stefán Stefánsson, 15.11.2012 kl. 18:47
Stefán, ef þú ert að tala um norðanáhlaupið í seftember þá lokuðust allir vegir á norðurlandi nema Héðinsfjarðargöng, þó var ófært að þeim. Annað sem eyfirðingar og aðir sem berjast fyrir vaðlaheiðargöngum sleppa að nefna er að rétt við víkurskarðið er annað skarð sem er ennverra og ætla ég að gefa þér tækifæri að að segja fólki frá því og hvað það heytir.
Þú getur treyst mér, ég er ekki að einblína á Reykjarvík og hvað er best fyrir þá, enda sérðu að það er eytt fleiri orðum til handa vestfyrðingum.
Það er alveg rétt, að það snjóar í hjartardalnum rétt eins og á vaskarðinu og öxnadalsheiðinni, hinsvegar er fjöldi snjóþungra kílómetra umtalsvert færri auk þess sem versta svæðið er í raun "innanhús" þ.a.s. þar sem göngin eru tekin við.
"Við fynnum fyrir þessu sem búum á þessu svæði og þurfum að sækja heilbrigðisþjónustu ofl. til Akureyrar" Þú veist að íbúar á norðvesturlandi geta sagt þetta sama
Brynjar Þór Guðmundsson, 16.11.2012 kl. 06:51
Það er Víkurskarð sem er farartálminn á leiðinni til Akureyrar og ekkert skarð á leiðinni sem er verra og eina skarðið í Vaðlaheiði sem vegur liggur um.
Gamli Vaðlaheiðarvegurinn er auðvitað verri en Víkurskarðið ef þú ert að meina þann veg sem er löngu aflagður.
Kannski ertu að meina Ljósavatnsskarð sem er vegur á láglendi og ekki farartálmi.
Stefán Stefánsson, 16.11.2012 kl. 23:09
Vissulega er ég að tala um Ljósavatnsskarð. Eins og staðan var þegar ég skrifaði þetta skeiti(comment) þá er krapi á öllu norðvesturlandi og tröllaskaga, þungfært um Ljósavatnskarð (og því ófært flestum bílum) og reyndar ófært Víkurskarðið. Þannig að Ljósavatnsskarðið er einnig farartálmi þó þú viljir ekki láta svo út líta.
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.11.2012 kl. 14:19
Ástæðan fyrir því að þungfært sé í Ljósavatnsskarði er sú að ruðningsbíllinn sem sér um snjóruðning þar er staðsettur á Svalbarðsströnd og þarf því að komast yfir Víkurskarðið til að ryðja.
En aftur á móti kemur það kemur fyrir að snjóflóðahætta sé í Ljósavatnsskarði og þá lokast sú leið að sjálfsögðu.
Það getur alls staðar orðið ófært.
Stefán Stefánsson, 17.11.2012 kl. 23:39
"Það getur alls staðar orðið ófært."
Þá kemur að þeirri spurningu sem ég hef verið að setja óbeint fram, af hverju þarna( Vaðlaheiðargangna) en ekki annarra fjallvega sem eru hættulegri og erfiðari td Dýrafjarðarganga? Það er ófært á árnesi (á vestfjörðum) í allt að 3 mánuði á ári og þó fá þeir engar samgöngubætur.Í þeim norðanáhlaupum sem orðið hafa hafa allir fjallvegir orðið ófærir, Líka ljósavatnskarð
Brynjar Þór Guðmundsson, 24.11.2012 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.