16.2.2012 | 20:33
Eru Göngin vitlausu meginn við fjörðinn?
Ég vil benda á að nú gerði leiðindar veður og eina leiðin á norðurlandi sem ekki er fær er hinu meginn við fjörðin...að vanda
Öxnardalsheiðin er meiri farartálmi en víkurskarðið nokkru sinni og fjölfarnara.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/16/ofaert_um_oxnadalsheidi/
Annars er þetta frábært dæmi um það hversu slæm forgangsröðunin er í þessum málum en meira liggur á göngum bæði á austfjörðum og á vestfjörðunum.
Auka hlutaféð um 400 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mig langar að benda þér á að þegar þetta er skrifað, hafa frá miðnætti farið 416 bílar um Öxnadalsheiði, en 673 um víkurskarð.
Þú þekkir greinilega ekki vel til þess sem þú ert að skrifa um, sem reyndar hefur verið mjög mikið um í sambandi við fréttir af þessari framkvæmd.
Ingvar (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 22:45
Ingvar, viltu þá vera svo vænn að fræða mig ef mig skortir svo mikið þekkingu á þessu málefni en það er mér ómögulegt að sjá hvers vegna þessi göng skuli boruð umfram önnur.
Styttingin er rúmir 10 km en það þýðir að það sparar 150 kr af bensíni miðað við bíl sem eyðir 6-7 L/100 km(í langkeyrslu) þannig að ef veggjöld fara þar yfir borgar það sig ekki að fara þar í gegn. Eins og þú réttilega bentir á þá fóru 673 bílar á rúmum degi (125x 673=84.125kr á dag eða 30- 40 miljónir á sumri eftir því hversu gott sumarið sé ). 3% hagnaðarkrafa lífernissjóðina af 7 miljörðum er 210 miljónir plús verðbólga og endurheimtur fjárfestingar(175 miljónir á ári til 40 ára), þannig að þetta borgar sig ekki, jafnvel þó þetta verði að hálfu fjármagnað af ríkinu
Ef rök á borð við bæta samgöngur þá þarftu að svara vestfirðingum og austfirðingum, þar færðu "meira" fyrir peninginn í þeim efnum.
Ef rökin "meirihlutinn ræður" þá mun eyjafjarðarsvæðið alltaf lenda í öðru sæti fyrir SV- horninu en þeir vilja leggja aðalæðarnar í stokk, gera neðanjarðarlestarkerfi( þó strædó sé lítið notaður). Þannig að því sé haldið til haga, þá er annað sæti í vegamálum það sama og síðasta.
Gaman væri að heira fleiri rök fyrir þessari vegframkvæmd, önnur en "Þú þekkir greinilega ekki vel "
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.2.2012 kl. 12:25
Þessi göng stytta þjóðveg 1. um 16 km. sem skekkir þína útreikninga verulega. Þeir reyndar sýna að þú þekkir ekki til þarna á þessu svæði.
Það er mikill fróðleikur um þetta verk á síðu Vegagerðarinnar, þar getur þú náð þér í þær upplýsingar sem þig vantar.
Hérna eru t.d. 2. fréttir af henni um þessa framkvæmd.
http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2819
http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2519
Það er mjög gott fyrir fólk að kynna sér málin vel, áður en það tjáir sig um þau á bloggsíðunum :)
Ingvar (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:10
"Styttingin er rúmir 10 km" Ingvar, viltu ekki fletta fyrir mig í orðabók þýðingu þessa orðs og þá kemstu að því að það er bara ekki rétt.
Hvort sem er er 60%(ef það næðist og er ekki víst) en miðað við 10 km styttingu þá vantar 10.000% uppá þannig að 60% hrökva skammt. 90 kr aukalega bjarga ekki málunum þar sem verið er að tala um veggjald frá 1000-1500 og sérfræðingar jafnvel enn hærra. Ef kosnaðurinn er 240 kr að fara aukavegalengdina og 1000 kr göngin, þá mun fólk ekki hika um að fara lengri vegalengdina.
Ég vissi að þau höfðu verið boðin út þannig að þar ertu ekki að kenna mér neitt nýtt. "Alþingi hefur einnig samþykkt lög sem gera það kleift að fara veggjaldaleiðina við breikkun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar." Veggjöld er eithvað sem að mínu mati á ekki heima í íslenskri vegagerð.
"Ef rök á borð við bæta samgöngur þá þarftu að svara vestfirðingum og austfirðingum, þar færðu "meira" fyrir peninginn í þeim efnum.
Ef rökin "meirihlutinn ræður" þá mun eyjafjarðarsvæðið alltaf lenda í öðru sæti fyrir SV- horninu en þeir vilja leggja aðalæðarnar í stokk, gera neðanjarðarlestarkerfi( þó strædó sé lítið notaður). Þannig að því sé haldið til haga, þá er annað sæti í vegamálum það sama og síðasta." Ég býð enn spenntur eftir því að fá að heyra rök önnur en "Þú þekkir greinilega ekki vel "
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.2.2012 kl. 19:12
Í mínum huga er 16 nær því að vera tæplega 20, en rúmlega 10.
Hérna eru útreikningar og ýmis önnur rök fyrir þessari framkvæmd: http://blog.eyjan.is/jondan/2012/01/15/vadlaheidargong/
http://vikudagur.is/vikudagur/nordlenskar-frettir/2012/01/12/verklag-og-undirbuningur-vadlaheidarganga
Hérna er svo athyglisverð grein um hvað Íslendingum fannst um gerð Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Við höfum greinilega ekkert breyst. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2937921
Áætlað er að þessi framkvæmd kosti um 9 miljarða. Af þeirri upphæð fær ríkissjóður 3-4. miljarða í skatttekjur.
Þessi framkvæmd er einkaframkvæmd og þar af leiðandi tefur hún ekki fyrir öðrum framkvæmdum. Sveitarfélögin í nágrenni Vaðlaheiðar hafa lagt hlutafé til þessarar framkvæmdar og sátt er um að borga veggjald fyrir notkun ganganna. Það sama var í boði til að koma framkvæmdum af stað við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og jafnvel fleiri framkvæmdir á suðvesturhorninu, en um það náðist ekki sátt. Þess vegna er þessi framkvæmd að komast af stað, en ekki hinar.
Það virðist vera útbreiddur misskilningur að ef ekki verður farið í þessa framkvæmd, losni fé til annara framkvæmda. Það er einfaldlega ekki þannig.
Ingvar (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 21:13
"Ingvar, hver vegna er ríkið þá að leggja fjármagn í þetta? Ég hef í dagí grunninn sömu afstöðu til vaðlaheiðargangna og Hvalfjarðargangna; þ.a.s. Fjármagn frá ríkinu á ekki að miðast við fjölda heldur veginn sem slíkann, því það tryggir öllum jafnan samgöngurétt en þá eru verstu kafbarni teknir fyrst, sama hvort það sé veðravíti fyrir austan, erfiður fjallgarður fyrir vestan eða "sprungið" vegakerfi á suðvesturhorninu. Ég hafði ekki tekið málið upp fyrr en talað var fyrir því að ríkið kæmi að þessu.
"Þessi framkvæmd er einkaframkvæmd og þar af leiðandi tefur hún ekki fyrir öðrum framkvæmdum" því trúi ég ekki fyrr en ég sé það gerast fyrir mínum eigin augum, því ef ríkið þarf að greiða upp í kosnað(niðurgreiða), taka lán(eins asnalega og það kann að hljóma)
Ég hef alla tíð verið óþreitandi á að berjast fyrir því (þegar um ríkisgerð gagnagerð) menn einhendi sér í að rúfa þá einangrun sem verður fyrir vestan og austan. Ég lít á héðinsfjarðar göng sem dýrkeiftan sigur en sigur engu að síður, en lágheiðin hefur alltaf verið erfið og hættuleg, jafnt að vetri sem sumri.Endurnýjun(önnur göng í sömu átt) strákaganga sem og múlaganga er seinni tíma verkefni(að mínu mati) þar sem stæðsti björninn er unninn og á það að vera á sama stalli og vaðlaheiðagöng, tröllafjarðaleið, tvöföldun hvalfjarðargangna og sundabraut. Það er merkilegt að þegar samband sveitafélaga fundar að vetri, funda þeir á "nálægasta stað" en það er í Reykjavík og sýnir mikivægi td ganga milli dýrafjarðar og arnarfjarðar en um árnes hrepp er best að vitna best í heimamenn " Ennfremur vill samgöngunemd FV benda á samgönguleysi íbúa Árneshrepp við aðra hluta standasýslu og þar með þjóðvegakerfi landsinns"
En um pistlana sem þú settir inn er áhugaverður pistill frá Bjarna Kjartanssyni "Sem meiraprófsbílstjóri, ættir þú að vita að þó að menn séu komnir yfir ,,skarðið“ er annað skarð litlu auðveldara eftir á leiðinni frá Ak til Húsav. Það hefur nefnilega oft gerst, síðast nú í ófærðarkaflanum nýliðnum, að ekki dugði að opna ,,skarðið“ þar sem hitt var sýnu verra yfirferðar." Reikningurinn er að mínu mati ekki sambærilegur þar sem það er verið að bera sama tvo kosti og kosnað af þeim(sjá að ofan) og tel ég svigrúm að hámarki því sem nemur umfram bensíeyðslunni og lítið eitt meir. En mest er þó "Þó ætti að mega að fullyrða að í allra versta falli gæti eitthvert brot af kostnaðinum lent á ríkinu, en það er alls ekki víst. Göngin gætu allt eins tekið upp á því að standa undir sér." og þar stendur hnífurinn í kúnni, jafnvel þó ríkið myndi endurgreiða skatttekjurnar þá er ég enn efins um að veggjöld standi undir sér og hvað gerum við ef það gerist? Ég gat séð strax að hvalfjarðargöng gætu hugsanleg staðið undir sér því þar sleppur maður við agalegan veg og langan auk þess sem það stóð rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið, en ég býð spenntur eftir því að veggjaldið þar verði fellt niður.
Brynjar Þór Guðmundsson, 17.2.2012 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.