Leiðrétting

Til að byrja með heitir brúin í San Francisco Golden Gate en ekki "Golden Gat", þannig að einn staf vantar. Ef fréttamönnum MBL vantar að vita hvað erlendir hlutir heita þá geta þeir alltaf leitað til google frænda.

Svo í annan stað skil ég ekki hvað þetta hefur með Innlendarfréttir að gera þar sem þetta skeði í Bornó í Indónesíu.


mbl.is Stór hengibrú hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það má reyndar bæta við að Google frændi er hinsvegar ekki góður í að þýða hluti af öðrum tungumálum yfir á okkar ástkæra ylhýra. Það er eitthvað sem fréttamenn hafa stundum að því er virðist ekki fattað.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 27.11.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Svo er líka rétt að geta þess að í Indónesíu er engin eyja sem heitir Bornó. Hún heitir Borneo (Borneó). Þar vantar líka einn staf.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.11.2011 kl. 11:09

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Magnús, Augljóst að það þarf að yfirfara þessa frétt hjá MBL.  Kaldi, það er gamanefni útaf fyrir sig að skoða hvernig google þýðir úr hinum ýmsu tungumálum yfir á Íslensku. En það var í sjálfu sér ekki það sem ég var að ráðleggja þeim heldur að "googla" og þá sérðu hvernig það er stafsett í þarlendu landi. Þó eru undantekningar þar sem sumar borgir td hafa verið þýddar eins og Peking, Þrándheim eða Kaupmannahöfn.

Brynjar Þór Guðmundsson, 27.11.2011 kl. 11:52

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ánægulegt er að sjá að fréttin hefur nú verið leiðrétt

Brynjar Þór Guðmundsson, 27.11.2011 kl. 17:49

5 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Ég myndi nú álíta að "Golden Gat" væri dæmi um innsláttarvillu, ekki þýðingarvillu. Tel það allavega mjög hæpið að einhver hafi haldið að orðið "Gate" væri skrifað án stafsins "e". Líklegast hefur pistlahöfundur mislukkast að slá á lyklaborðið og yfirsést þessa villu.

Einar Örn Gissurarson, 27.11.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband