Um hvað snýst vegagerð?

Það virðist ekki öllum ljóst um hvað vegagerð snýst.

Síðast þegar ég athugaði snérist vegagerð um það að bæta samgöngur, eyða vegköfblum sem geta valdið stórslysum(td einbreiðum brúm), gera göng sem stytta verulega vegalengdir/taka út hætulega vegkafla/rúfa einangrun, að spara ríkinu fé til lengri tíma litið og til aðþjónusta íbúa þessa lands en ekki til að þóknast pólitískum hagsmunum. Það kemur nefnilega hellingur af peningum inn í ríkiskassan sem eru eyrnamerktir vegagerð/samgöngukerfi landsins en svo virðist sem að þeim sé ekki ráðstafað þangað sem þeim er ætlað. Hvernig dettur manninum í hug að það batni við það að fá inn fleiri tekjustofna/ meira úr vasa okkar.

Þetta er ekki flókið en núverandi samgöngumálaráðherra virðist ekki átta sig á því.  Því miður er enginn skortur á óhæfum ráðherrum sem á alþingi sitja

"Við erum eftir sem áður að verja gríðarlegum fjármunum í samgönguframkvæmdir."  Þar fyrir utan hef ég ekki orðið var við hina "gríðarlegu fjármuni" sem verið er að setja í vega- og samgöngukerfi landsmanna

Það er mikið verk eftir óunnið í vegagerð á Íslandi, enn eru hlutir hringvegar 1 enn ókláraðir, mörg göng sem á eftir að bora bæði fyrir austan og vestan sem og almen vegalagning milli bygðalaga. Það er ekki alltaf ljóst á sunnanverðum vestförðum hvor færðin sé greiðfærari, að sumar- eða vertarlagi?

Við Íslendingar þurfum samgöngumálaráðherra sem þorir að nota ALLA þá peninga sem er ælað til vegamála


mbl.is Funda um samgöngumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér skildist nú reyndar á leikþætti eitt í stóra sápukúlufarsa hjóla atvinnulífsins að vegagerð snérist um að almenningur setti nýtt skattfé í verktakastarfsemi SA, ef ekki með góðu þá með vegtollum.  Ég hef ekki trú á að leikþáttur tvö sem nú er að hefjast verði vitrænni.

Magnús Sigurðsson, 19.6.2011 kl. 15:20

2 identicon

"Hann bætir við að rætt verði við Vegagerðina um hvers konar framkvæmdir skapi flest störf." ... Er þetta ekki bara spurning um skóflu og hjólbörur í staðinn fyrir gröfur og vörubíla. Fórnum endilega hagkvæmninni fyrir atvinnubótina.

Björn (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 15:24

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Sammála þér Brynjar. Nota það fé sem inn kemur eyrnamerkt til vegagerðar og nýta á hagkvæman hátt. Því miður virðist samgönguráðherra alls ekki átta sig á því. Ég myndi halda að hagkvæmast væri þegar búið er að ákveða að fara í einhverja framkvæmd að ljúka henni eins fljótt og hægt er en það er nú öðru nær. Teygja skal úr öllum slíkum framkvæmdum eins og hægt er virðist ríkjandi skoðun á stjórnarheimilinu. Við sjáum dæmin allstaðar. Unnið á hálfum hraða í stað þess að klára verkið til að vegur geti farið að skila arði. Breikkun Suðurlandsvegar er eitt dæmið þar sem virðist unnið í einhverjum lotum og síðan er "vegurinn óendanlegi" Suðurstrandavegur þar sem verktaki hefur yfirlýst að hann geti klárað á miklu mun styttri tíma heldur en honum hefur veriðð gert enda öll skilyrði þar fyrir hendi, vegur lagður um hraun þar sem hægt er að ýta bara upp vegstæðinu á staðnum, ofaníburður undir slitlag allstaðar við hendina og síðan slitlag á, punktur. Nei það má ekki og á meðan notar enginn þennan veg þó búið sé að gera tugi kílómetra klára sem nýtist ekki vegna þess að sá hluti sem ógerður er, er ekki nothæfur til annars en sunnudagsbíltúrs einkabílsins yfir blásumarið ef þú hefur nógan tíma.

Það hlýtur að vera kostnaðarsamara þegar upp er staðið að tefja verk í stað þess að klára á sem stystum tíma og geta tekið mannvirkið í notkun.

Viðar Friðgeirsson, 19.6.2011 kl. 16:49

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sælir, Viðar, já já, þetta er bara bull. Það er enginn skortur á stöðum þar sem það er bara skynsamlegt að hefjast handa Mér finnst eins og sumir ráðherrar séu að draga allar vegframkvæmdir til þess að þrísta á pólitíska stefnu. Það góða er að það breytist við næstu kosningar, vonandi fáum við(Íslendingar) mann  með skynsemi þar inn næst.

Björn, Já, ég hjó eftir þessu líka. En er það ekki bara rútína þessarar ríkisstjórnar að fjölga handtökunum. Vegagerð er held ég einhver mest mannskemmandi og mannslítandi handtök sem um getur. Held að það fari betur með menn að fara í stríð heldur en að byggja vegi með höndunum. Ég get svo sem fátt annað sagt en að þetta er bara bull.

Magnús, Eitt er ljóst, ögmundur er búinn að vera það lengi í pólitík til þess að það er ekki hægt að treysta því sem hann seigir en verk hans seigja allt sem seigja þarf. Hann ætlar að fá Veggjöld og SA ætlar að fá framkvæmdir. Ekki veit ég hvort SA ætlar að setja vegtolla en Ögmundur setur það þannig fram og ég veit ekki hvort því sé treystandi þar sem hollusta SA liggur við fyrirtækunum í landinu(hér vegargerðarfyrirtækjum). Ég trúi því alverg upp á ögmund að hann sé að kyrkja atvinnulífið til að fá sínu í gegn. Kafli tvö hjá vegtolla-batteríi velferðastjórnarinnar(sem vinnur hörðum höndum að því að stela velferð Íslendinga) sé að hefjast. Nú reynir á að láta þá fá það óþvegið.

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.6.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband