Hvað hafa menn að fela?

Margar ástæður geta legið að baki þess þegar farið er leynt með einstök málefni.

Óvæntar veislur eru hafðar leyndar til þess að koma einhverjum á óvart, óvissuferðir eru hafðar leynilegar til að auka spennuna, Kosningar eru leynilegar svo það sé bara tveir aðilar sem vita hvað þú gerðir í klefanum(þú og Guð almáttugur), lögreglan heldur leynd til að koma grunuðum glæpamönnum á óvart og þá í steininn og herir gera það til að ná einhverskonar yfirhöng gegn hugsamlegum óvini ef svo ólíklega skyldi koma til að þess gerðist þörf.

Þá er spurning, hvers vegna er öll þessi leynd? Margir veiðimenn halda veiðstöðum og/eða ferðum leyndum til að forðast truflun og ágang annarra. 

En fundur um vandræði Evrunnar? Leynifundur? Það getur bara verið ein skíring og það er að Evran stendur ver en menn eru að gefa upp, og það sem menn hafa gefið upp er að Evran sé nánast á grafarbakkanum og berist hatramlega fyrir lífi sínu,hvað er að gerast?

Ef ankela merkel seigir að úrslitastund evrunnar sé runnin upp og svo þurfa fjármálaráðherrar Evru ESB-landana að ræða saman á Leynifundi um evruna þá er nokkuð ljóst að staðan er ekki alvarleg eða hræðileg. Heldur miklu verri

Þá kemur upp spurning númer 2, Átti Evran ekki að vera flaggskip ESB aðildarsinna? 


mbl.is Leynifundur í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það skyldi þó ekki vera að svörtustu spár manna um framtíð evrunnar séu að rætast???

Mun hún hverfa af yfirborði jarðar og með henni dágóður hópur Íslendinga sem sáu hana í hyllingum sem björgunarbát Íslenskrar krónu???

Með spurnarkveðjum

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.5.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ekki ræða mikið um Evruna, Össur gæti gæti fengið martraðir og vaknaði upp nóttini og færi að blogga og drekka rauðvín......

Vilhjálmur Stefánsson, 7.5.2011 kl. 00:15

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Evran lifir!

Þessi frétt um leynifund er einbs og stormur í vatnsglasi!

Við vonum það besta og auðvitað verður evran okkar gjaldmiðill innan tíðar. Ekki spurning! Hendum handónýtum gjaldmiðli sem fyrst. Því fyrr því betra! EBE hefur marga ótvíræða kosti fyrir okkur. Eigum við alltaf að hlusta á þá sem hafa sem dregið hafa taum spillingaraflanna?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2011 kl. 00:34

4 identicon

"Evran lifir" segir hann eins og um Manchester United sé að ræða og hann sjálfur fótbolltabulla. Greinilega að sumir hafa ekki kynnt sér almennilega sögu ESB. Það er svona álíka gáfulegt að hrópa og klappa fyrir ESB eins og Íslandsbanka. Það voru gróðasjónarmið hinna ríku sem réðu tilurð ESB og ráða enn tilgangi þess. Og sá sem ætlar að hafa það fyrir einhvers konar trúarbrögð er jafn andlega innantómur og Astró plebbi hvers helsta haldreipi í lífinu er Sex and the City og ráðleggingar frá Desperate Housewifes. En verða fátækir lengi sælir? Svarið við því er of sorglegt til að fara nánar út í þá sálma. Fíflin grafa sína eigin gröf ef ljós Upplýsingarinnar fer ekki að láta sjá sig og þeir að koma fram úr skugganum sem vita betur. Það kemur nýr heimur og í honum verður ekkert pláss fyrir plebbisma eins og ESB...Við munum sigra heimskuna og hræsnina.

New World Order (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 00:42

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvað á Ísland með fjármálavesenið sitt að gera með evru þegar evrulönd eins og Grikkland, Portúgal,Írland, Spánn, og fleiri eru að verða gjaldþrota vegna þess að þau eru með gjaldmiðil sem kallast evra??? Bíddu við er það ekki sama evran og evrusinnarnir hér á landi vilja að við köstum krónunni fyrir???

Í mínum huga kallast þetta að kasta meiri hagsmunum fyrir minni að vilja taka upp handónýtann gjaldmiðil (evru) í staðinn fyrir skemdann (Krónu)...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 7.5.2011 kl. 08:55

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Guðjón, fyrsta fullirðingin er eins og atriði úr franklínstæn. Evran er í raun ekkert annað illa laskað skip sem marar í hálfu kafi, vélarvana, mölbrotið og lekur grimmt, enda yfirgáfu "rotturnar" það fley við fyrsta tækifæri. Þegar forsetinn(herman van Rompuy) seigir að þjóðkend hvers lands/fylkis sé hættuleg Evrunni og kanslari Þýskalands seigir að það séu bara 3 kostir í stöðunni(1. að láta evruna deyja drottni sínum,2 skipta upp Evrunni eða3 samhnýta sambandið) þá hljómar það ekki eins og evran sé með mikið lífsmark. En það gerir krónan okkar sem bregst við þörfum okkar en ekki vilja. 

Ólafur, það er spurning, mig grunar að Krónan verði til lengur en Evran. Enda er maður farinn að sjá ESB sinna sem hafa sagt að við þurfum ekki að taka upp evru heldur getum við haldið krónunni.

NWO, þetta með fótboltabullurnrnar hjá þér er mjög góð lýsing, allt í kjaftinum en ekkert á "vellinum"

Villhjálmur,ég hef nú ekki miklar áhyggjur af össuri, því meira sem hann bloggar, því meira gerir almenningur sér grein fyrir hversu illa maðurinn er að sér með ESB. Hann er reyndar sá maður sem hefur "kynnt" sér þetta manna mest, en það er yfirleitt í koktelboðum. Ég hef lúmskan grun um að vilji hans sé ekki að koma Íslandi inn í ESB til að bæta Ísland heldur til að fá vinnu við að seigja öllum hversu "töff" ESB er, svona eins og mennirnir sem "fræddu" hann um það kvað þettta er hipp og kúl. Eithvað seigir mér að þeir hafi rætt meira um gólf en málefni tengd ESB

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.5.2011 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband