22.11.2010 | 22:03
Hvað gerist?
Hvað skyldi nú gerast ef Íslendingar draga umsóknina sína til baka fyrir ESB? Fyrir höfðu menn í Evrópu litla trú á ESB og Evrunni, eftir þau áföll sem dynja yfir í Evrópu þá minkar það enn meira og ljóst er að bakbein ESB virðist byggjast á stuðningi Össurar og félaga(og þeirra um25% sem segjast styðja ESB) því af umræðum að dæma þar sem ég þekki til er ekki til sá maður utan stjórnmála sem er til í að styðja þann óskapnað
Annað sem ég rak í augun í sem ESB sinnar hér hafa verið að halda fram varðandi gæði Evrunnar.
"Ísland væri verr statt með evruna
- Haustið 2008, þegar íslenska fjármálakerfið riðaði til falls, héldu talsmenn Samfylkingarinnar, verkamannaflokkur Íslands, því fram að Ísland hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef hagkerfið hefði notast við evru en ekki krónu. Hvernig bregstu við þessari greiningu?
Reynsla Íra sýnir að evran gerir illt verra, ekki aðeins fyrir írskan almenning heldur einnig fyrir ríki Evrópu. Írska veikin dreifist nú um Evrópu. Ef Írland hefði farið leið greiðsluþrots - sem ég tel að landið eigi að gera - hefði það leitt til mun veikari eftirskjálfta á evrusvæðinu en við horfum nú fram á.
Ég held að evran hafi frá upphafi verið pólitískt verkefni í því augnamiði að koma á sambandsríki Evrópu. Sú röksemdafærsla að evran feli í sér efnahagslegan ávinning er eins og að halda því fram að vatn renni upp í móti þegar við viljum. Það gengur auðvitað ekki upp. Reynsla Íra hefur grafið undan þeim rökum að evran hefði skýlt Íslandi. Evran hefur þvert á móti gert stöðuna á Írlandi mun verri. " -Sam Bowman
Þetta er merkilegt, nokkuð í átt við það sem ég hef verið að tala um nema að þetta er töluvert grófara og best lýst sem það sem ég hef sagt á sterum.
Hinsvegar þá hélt ég að það yrði eins og hálfs til tveggja ára lægð vorið 2008. Það er spurning?
50% líkur á hruni evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.