7.7.2010 | 16:29
Teningunum kastað...
og ESB sinnar hafa tapað hvað málefnaflutning varðar
Hér er það neglt niður að ICESAVE er hluti af skilyrðunum og að hætta hvalveiðum líka.
Einnig tek ég eftir þessu "Eru bæði Evrópusambandið og Ísland hvött til að ganga til viðræðnanna með það fyrir augum, að niðurstaða í sjávarútvegsmálum verði sjómönnum og neytendum í Evrópusambandinu sem og á Íslandi til hagsbóta."
Með öðrum orðum við eigum að semja þannig að fiskurinn verði fyrst og frems EVRÓSKUM SJÓMÖNNUM OG NEYTENDUM ESB til hagsbóta.
Er hægt að koma ver fram við Íslendinga?
Ísland hætti hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi afskipti ESB koma nú úr hörðustu átt, hér eru linkar á einn af áhrifamestu leiðtogum ESB, þessi maður er einn valdamesti maður heims og var á fundi G-8 Berslusconi forsætisráðherra Ítalíu sem hefur atkvæðavægi 60 milljón borgara á ESB þinginu á meðan að Svíþjóð Danmörk og Finnland hafa samanlagt atkvæðavægi 20 milljón borgara
http://www.huffingtonpost.com/2009/12/04/gaspare-spatuzza-mob-turn_n_380034.html
http://www.guardian.co.uk/world/2009/jul/23/berlusconi-new-sex-tapes-revealed
Við sáum vinnubrögð ítala (Impregilo) hér á Kárahnjúkum þar sem þeir völtuðu yfir íslensku verkalýðshreyfinguna og voru jafnvel komnir með kínverska vinnumenn sem unnu við þrælaaðstæður.
Varðandi hvalveiðar þá ættum við að fara að svara fyrir okkur og beita okkur fyrir algjörri friðun kengúra í Ástralíu og banni við villlidýradrápi í ESB
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.7.2010 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.