Vaðlaheiðagöng???

Ætla mætti að fyrirhuguð jarðgangna gerð á austanveru norðurlandi væri tekin úr brandarablaði en svo er þó ekki. Eðlilegt er að spyrja sig, til hvers er verið að ráðast í framkvæmd sem kostar að minnsta kosti 9 miljarða og sennilega mun framúrkeyrsla smyrja nokkra þar á? Hvað fáum við Íslendingar útúr þessu annarsvegar og þeir sem á svæðinu búa hinsvegar?

Samkvæmt vef vegagerðarinnar er víkurskarðið greiðfært og sumstaðar hálkublettir þannig að ekki er verið að komast hjá snjókistu auk þess sem víkurskarðið er oftast síðasti fjallvegurinn á norðurlandi sem lokast þegar veður versnar og færð spillist. Á sama tíma er Öxnadalsheiðin illfær og lokuð.

Ekki er vegstyttingin sem nokkru nemur og ekki dettur út einn af top hættulegustu vegum landsins.

Því finnst mér eðlilegt að spyrja; Í landi þar sem mikil vöntun er á jarðgöngum til að losna við hættulega vegi eða stytta vegalengdir verulega, hvers veganna er verið að ráðast í byggingu vaðlaheiðargangna? Ef Eyfirðingum langar svona svakalega í jarðgöng, af hverju eru þeir ekki þá farnir að berjast fyrir því að öxnadalsheiðin sé tekin út úr þjóðveg eitt með Tröllaskagaleið? Tröllaskagaleið er áætluð kosta 12 miljarða sem er þremur miljörðum meira en Vaðlarheiðagöng en er þó rúmum 2 miljörðum ódýrari en hugmyndir Leiðar ehf og stytta þjóðvegin á milli Reykjavíkur og Akureyri um áætlaða 60 km(samkvæmt vegagerðinni á íbúafundi í október 2010) og Reykjavíkur og Dalvíkur um áætlaða 120 km auk þess sem farið er þá yfir Þverárfjallið en það er hættuminna og snjóléttara en Langidalurinn og Stóra-Vatnskarðið(sem einnig er lokað vegna illfærðar) auk þess sem Öxnadalurinn dettur út hvað mikilvægi varðar ásamt versta veg norðurlands sem liggur um siglunes.

Svo má náttúrulega ekki gleyma Dýrafjarðagöngum en þau stytta vegalengdir á vestfjörðum um 600 km yfir vetrarmánuðina.

Svo ljóst má vera að Vaðlaheiðargöng eru lítið annað en kjördæmapot og það verulega lélegt þar sem þeir ráðherrar sem þar eru að eltast við atkvæði fengju meira fyrir peninginn ef farið yrði að bora hinum megin við Eyjafjörð.


mbl.is Bílar sitja fastir á Öxnadalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband