Henni ferst að tala

Síðustu tvö ár bera henni ekki söguna vel, enda "blóðadrifin", hver man ekki eftir kattasmölunni, Icesave II Icesave III og allt bullið sem hefur vallið út út henni og Össuri.

Með hvaða öðrum hætti fer einhver eins og Jóhanna Sig úr því að vera vinsælasta manneskjan á þingi (með stuðningi 9 af hverjum 10 Íslendingum) yfir í það að  að vera mest hataðasta manneskja landsins.

En að öðrum kosti, hvernig ætti sjáfarútvegsmálin og sú staða sem þar er uppi, ekki að hafa áhrif á kjaraviðræður?

Síðast þegar ég athugaði þá var allur Iðnaður í lamasessi þökk sé Jóhönnu&co. Byggingaiðnaðurinn er gjaldþrota og flúinn land/atvinnulaus. Matvælaiðnaðurinn stendur stopp vegna skatta Jóhönnu og aðrir atvinnuvegir lepja dauðan úr samfylkingarskelinni. Einu atvinnuvegirnir sem eru að standa sig núna eru ferðamannaiðnaðurinn(sem liggur í dvala7-9 mánuði á ári) og sjáfarútvegurinn. Eða ætti ég að styggja vinstrimenn með því að nefna stóriðjuna, jóhanna, steingrímur og össur voru ekki löt við að gagnrýna það þá uppbyggingu.

Það besta sem gæti gerst fyrir þessa þjóð er að þessi ríkistjórn hröklist frá og gefi Íslendingum líf og von að nýju


mbl.is Ósvífni og hreint ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í fyrst sinn á ævinni er ég þó sammála hexinu þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 13:29

2 identicon

Því miður virðist forsætisráðherranum margt betur gefið en að tjá sig.

Ég fæ ekki betur séð, af þessar frétt, en að hún hafi sleppt tækifærinu sem henni bauðst þarna til að útskýra hvað það raunverulega væri sem hennar stjórn hefði gert til að samþykki næðist um þessi mál.

Agla (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 14:51

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Auðvitað hefur skipan mála í undirstöðuatvinnuvegi þjóðar áhrif á kjarasmninga. Greinin þarf að vita hvaða rekstrarumhverfi  henni er búin af hálfu stjórnvalda til lengri tíma litið. Því er orðið mjög brýnt að þær fyrirætlanir sem þessi ríkisstjórn hefur á prjónunum hvað það varðar fari að líta dagsins ljós.

Sú kyrrstaða sem ríkt hefur s.l. tvö ár hefur valdið þjóðinni gríðarlegu tjóni og verður beinlínis rakin til þeirra hótana og upplausnar sem ríkisstjórnin boðaði til í upphafi ferils síns. 

Greinin hefur haldið sjó og beðið átekta, engar fjárfestingar í endurnýjun og frekar dregið saman seglin með gríðarlega slæmum afleiddum afleiðingum fyrir allar þjónustugreinar við sjávarútveginn. Mörg slík fyrirtæki hanga á horriminni eða eru farin á hausinn með tilheyrandi fjöldauppsögnum og auknu atvinnuleysi.

Viðar Friðgeirsson, 16.4.2011 kl. 14:57

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Viðar, það er nefnilega málið, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr að þá á sjáfarútvegurinn að vera leiðandi út úr þessari kreppu en svo á að gefa brussel kvótann, fyrningin gengur ekki út á neitt annað. Það er ekki verið að tala við sjómenn/útgerðamenn, vinnslufólk eða þá sem mestu máli skifta sem eru kaupendurnir. Kvótakerfið getur verið bölvaður gallagripur en þetta er eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi sem þekkist í heiminum. Einn kostur sem það hefur umfram önnur kerfi(td færeyska og norska) er að við veiðum fiskinn þegar hann er verðmætastur á mörkuðum en ekki í jan,feb og mars eins og í noregi sem og að það kemur meira af A fiski hér heldur en Noregi Færeyjum. Annað, Það hefur á sér "grænan" stimpil sem verður til þess að Íslenski fiskurinn klárast fyrr

Agla, besta fjárfesting sem Íslendingar geta farið út í er að kaupa tonnatak og nýta það þannig að Jóhanna "opni" ekki trantinn aftur

Jón, við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband